Vatn er efnasamband frumefnanna vetnis (H) og súrefnis (O) í hlutföllunum tveir á móti einum. Efnatákn vatns er H2O, sjá mynd 1.
Vatnið sem kemur úr krananum okkar, eimað vatn og afjónað vatn er allt saman vatn; eini munurinn er hreinleiki vatnsins, það er aukaefnin sem eru uppleyst í vatninu. Kranavatn inniheldur ýmis steinefni, jónir, lífræn efni og eitthvað af örverum, jafnvel íslenska vatnið sem þykir hreint. Eimað vatn er hins vegar afar snautt af þessum efnum og það sama á við um afjóna...
↧