Börn fæðast ekki með ofnæmi því ónæmiskerfi þarf að útsetjast fyrir ofnæmisvakanum til að mynda ofnæmi. Prótín sem getur valdið ofnæmi getur borist í gegnum móðurina og út í brjóstamjólkina. Þannig getur ungbarn sem fær ekkert annað en brjóstamjólk næmst gegn prótínum úr fæðu (til dæmis eggjum) sem móðirin borðar en ekki gegn brjóstamjólkinni sjálfri. Við endurtekna útsetningu getur barnið síðan fengið ofnæmiseinkenni. Hins vegar hafa rannsóknir sýnt að ofnæmissnautt fæði móður forðar ekki barni...
↧