Spurningin gerir ráð fyrir því að stjórnmálamenn bulli mikið. Um það kunna að vera skiptar skoðanir, því ekki er alltaf ljóst hvað er bull og hvað ekki. Auk þess kunna að vera skiptar skoðanir um það hvað sé lítið eða hæfilegt bull og hvað sé mikið.
Heimspekingurinn Harry Frankfurt hefur gefið út lítið kver sem heitir einfaldlega On Bullshit, það er um bull. Í þessari bók leitast Frankfurt við að skilgreina hugtakið „bullshit“ og jafnframt leita skýringa á því hvers vegna samtíminn, ekki bar...
↧