Loftþrýstingur fellur með hæð. Við að lyftast þenst loft út þegar þrýstingur fellur. Varmi þess dreifist þar með á meira rúmmál og hiti þess lækkar.
Það er misskilningur að varmi leiti alltaf upp. Hann getur borist í allar áttir með geislun, leiðni eða streymi. Hins vegar leitar loft upp sé það hitað. Lofthjúpurinn sjálfur er oftast í flotjafnvægi, syndir í sjálfum sér. Hitni loft þenst það út (vex að fyrirferð), kólni það dregst það saman.
Gjarnan ímyndum við okkur loftinu skipt á litla...
↧