Um tíma var framkvæmd svonefnd nákvæm leit á flugfarþegum sem komu frá Bandaríkjunum til Íslands en svo er ekki lengur. Ástæðan er sú að Bandaríkin komu til móts við kröfur Evrópusambandsins í þessum efnum. Farþegar frá öðrum löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, eins og Kanada, Rússlandi og Tyrklandi þurfa hins vegar að sæta nákvæmri leit. Hún er ekki tilkomin vegna Schengen-samstarfsins. Með nákvæmri leit er meðal annars átt við að handfarangur er skimaður og leitað er að vopnum á farþegum.
...
↧