Jörgen Jörgensen (1780–1841), betur þekktur sem Jörundur hundadagakonungur, var danskur ævintýramaður. Hann var sonur hins konunglega úrsmiðs og ólst upp í Kaupmannahöfn. Það kom fljótt í ljós að hann var afar greindur, en engu að síður erfiður drengur og ódæll, prakkari og stríðnispúki. Úr varð að hann fór á sjó fjórtán ára gamall og sigldi um heiminn á breskum skipum. Hann kom meðal annars til Suður-Afríku, Ástralíu og tók þátt í að gera Tasmaníu að breskri nýlendu. Jörgensen reyndist afar dug...
↧