Íslenska kranavatnið þykir mjög hreint og algjör óþarfi er að sjóða það áður en það er drukkið. Þetta vatn er þó sjaldan notað í tilraunir og við mælingar á rannsóknarstofum enda geta þá jafnvel minnstu óhreinindi í vatninu valdið vandræðum. Á rannsóknarstofum er þess vegna yfirleitt notað eimað vatn (e. distilled water) eða afjónað vatn (e. deionized water, skammstafað DI water).
Eimað vatn er einfaldlega vatn sem hefur verið soðið, vatnsgufunni safnað og hún þétt með kælingu; þannig fæst h...
↧