Í stuttu máli er svarið nei, stuðlasetning er ekki sérstakur þáttur í bragarhætti Hómers
Kviður Hómers eru ortar undir sexliðahætti (hexametri), sem er líka stundum nefnt hetjulag á íslensku af því að frægustu kvæði sem ort hafa verið undir þessum hætti eru söguljóð (eða epískur kveðskapur), sem fjalla gjarnan um hetjur, til dæmis Ilíonskviða og Ódysseifskviða Hómers og Eneasarkviða Virgils, sem eru allar til í íslenskri þýðingu.
Í grískum kveðskap skiptir lengd atkvæða máli. Í forngrísku ...
↧