Hjartað og hjartsláttur eru að mestu leyti undir stjórn ósjálfráða taugakerfisins. Svonefnd drif- og sefkerfi (e. sympathetic and parasympthetic nervous system) sjá um þessa stjórn og það er samspil þeirra sem ræður hjartsláttartíðni. Drifkerfið eykur hjartslátt og kraftinn í slögunum en sefkerfið lækkar hjartslátt og dregur úr krafti slaganna. Því getum við ekki ákveðið að láta hjartað slá 180 slög á mínútu og getum heldur ekki ákveðið að það slái 30 slög á mínútu, svona eins og við getum ákveð...
↧