Orðið vísindi er leitt af lýsingarorðinu vís í merkingunni ‛vitur, sem hefur þekkingu til að bera’. Síðari liðurinn -indi er viðskeyti einkum notað til að mynda nafnorð af lýsingarorðum, til dæmis sannindi af sannur, heilindi af heill, harðindi af harður, rangindi af rangur.
Orðið vísindi er leitt af lýsingarorðinu vís í merkingunni vitur.
Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:421) er viðskeytið upphaflega germanskur viðliður *-wandia- sem dreginn var af sögn...
↧