Kenningin um Uberman-svefnhringinn virðist hafa komið fyrst fram á bloggsíðu árið 2000.1 Í henni kristallast sú hugmyndafræði að manninum sé ekki eðlislægt að sofa í nánast samfelldri lotu einu sinni á sólarhring, en slíkt kallast á fræðimáli monocyclic-svefn.
Maðurinn og líklega flestir prímatar hafa þróað með sér þann eiginleika að geta sofið í einum dúr að næturlagi. Allar rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu sviði benda til þess að rofinn svefn og margskiptur sé minna nærandi fyrir ma...
↧