Ef einhver tekur sér hlé frá einhverju getur það verið tímabundið og er þá yfirleitt vitað hversu lengi hléið stendur. Dæmi: „Jón tók sér tímabundið hlé frá störfum. Hófst það 1. maí og stóð til 1. júlí.“
Bæði er hægt að taka sér tímabundið og ótímabundið hlé frá störfum. Almennt er gert ráð fyrir því að fólk snúi aftur eftir hlé.
Þegar um ótímabundið hlé er að ræða er ekki vitað hvenær því lýkur. Dæmi: „Jón veiktist alvarlega og tók sér ótímabundið hlé frá störfum á meðan hann var að jafn...
↧