Algengasta frumefnið í alheiminum er vetni ‒ léttasta og einfaldasta frumefnið, enda stendur það fremst í lotukerfinu svokallaða. Vetnisfrumeindin samanstendur af einni jákvætt hlaðinni róteind í kjarnanum og einni neikvætt hlaðinni rafeind sem segja má að sveimi um kjarnann. Lítið er um hreint vetni hér á jörðinni en talsvert af því er bundið í vatni, $H_{2}O$, en $H$-ið táknar vetni (og $O$-ið súrefni). Sólin okkar er hins vegar að langmestu leyti úr vetni, að þremur fjórðu hlutum. Mynd ...
↧