Andoxunarefnin sem skanni þessi á að geta mælt eru svokölluð karótenóíð. Karótenóíð er flokkur plöntulitarefna sem finnast meðal annars í grænmeti og ávöxtum. Þau algengustu nefnast beta-karótín, lútín og lýkópen. Margar faraldsfræðilegar rannsóknir benda til nokkurs heilsufarslegs ávinnings af neyslu grænmetis og ávaxta og því hefur athygli vísindamanna beinst að því hvort karótenóíð eigi þar hlut að máli. Einnig hafa birst vísindagreinar sem lýsa því að fólk sem þjáist af ákveðum gerðum krabba...
↧