Ef basaltgos, líkt og í Öskju 1961, hæfist á botni Öskjuvatns yrði það gos svipað og gosið sem myndaði Sandey í Þingvallavatni fyrir 2000 árum. Þekktara af því tagi er þó Surtseyjargosið sem hófst á 130 m dýpi í sjónum suðvestan við Vestmannaeyjar haustið 1963. Meðan gosopið var ennþá neðansjávar og sjór hafði aðgang að því, hlóðst upp gígur úr túffi (mylnsnu af basaltgleri), en þegar lokaðist fyrir vatnið tók hraun að renna. Áhöld voru um það hvort bólstraberg hafi myndast á hafsbotni í upphafi...
↧