Allar núlifandi manneskjur[1] geta rakið ættir sínar til baka til einnar formóður sem lifði í Afríku. Skyldleiki er meðal annars rakinn með því að nota erfðaupplýsingar, til dæmis um breytileika á ákveðnum stað innan gens, í heilum genum, hluta litninga eða jafnvel alls erfðamengisins. Hægt er að meta hversu langt er síðan þessi sameiginlega formóðir var uppi með því að rannsaka sérstaka litninga sem erfast bara frá mæðrum til afkvæma (hvatbera-litningurinn).
Hvatberar eru orkuverksmiðjur fru...
↧