Hallgrímskirkja er stærsta kirkja Íslands en hana hannaði Guðjón Samúelsson (1887-1950). Guðjón lifði ekki að sjá kirkjuna í allri sinni dýrð því byggingu hennar lauk ekki fyrr en 1986 og hafði þá spannað 41 ár.
Klukkurnar í Hallgrímskirkju samanstanda af þremur stórum klukkum og 29 minni bjöllum í klukknaspili (e. carillon). Kirkjuklukkurnar 32 voru framleiddar hjá fyrirtækinu Royal Eijsbouts í Hollandi sem var stofnað 1872 og er stærsta bjöllumálmsteypusmiðja heims. Hönnun klukknanna, það e...
↧