Það er getur reynst virkilega áhugavert að velta því fyrir sér hvaða heimspekingur í sögunni telst svartsýnni, eða pessimískari, en aðrir. Ein ástæða þess er að heimspekileg hugsun, eða gagnrýnin hugsun, er iðulega – að minnsta kosti á yfirborðinu – andstæð þeirri jákvæðu hugsun sem við kennum stundum við bjartsýni. Ekki ósjaldan hefur það verið hlutskipti heimspekinga að benda á að óskhyggja sú eða bjartsýni sem er mannkyninu svo eðlislæg byggi á veikum grunni. Það sem fólk telur að liggi í aug...
↧