Kopar er frumefni númer 29 í lotukerfinu og hefur efnatáknið Cu sem er skammstöfun á latneska heiti þess cuprum, stytting á „aes Cyprium“ (málmur frá Kýpur), en á Kýpur voru þekktar koparnámur í fornöld. Kopar er rauð-appelsínugulur eða rauð-brúnn á lit. Liturinn er einkennandi fyrir málminn enda flestir aðrir málmar gráir eða silfurlitaðir. Kopar er þó einnig vel þekktur fyrir græna litinn sem myndast þegar hann veðrast. Tin er silfurlitur málmur og frumefni númer 50 í lotukerfinu með efnatákni...
↧