Öll spurningin hljóðaði svona:
Eru áfengislögin á Íslandi brot á stjórnarskrá landsins? Í lögunum er kveðið á um að ekki megi selja eða afhenda þeim áfengi sem eru yngri en 20 ára. Á Íslandi er fólk lögráða 18 ára. Er það þá ekki brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að mismuna fólki sem er orðið lögráða um aðgang að áfengi?
Það er rétt sem fram kemur hjá spyrjanda að fólk verður lögráða 18 ára og öðlast þá öll helstu persónuréttindi, eins og þau að mega ganga í hjónaband og ráða sínum...
↧