Stutta svarið við spurningunni er nei. Samkvæmt stjórnarskrá hafa eingöngu þingmenn og ráðherrar valdheimild til þess að leggja fram mál á Alþingi.
Í 38. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands stendur: „Rétt til að flytja frumvörp til laga og tillögur til ályktana hafa alþingismenn og ráðherrar.“ Í 55. grein segir: „Eigi má Alþingi taka við neinu málefni nema einhver þingmanna eða ráðherra flytji það.“ Í 51. grein segir: „Ráðherrar eiga samkvæmt embættisstöðu sinni sæti á Alþingi, og eiga þ...
↧