Næring í æð er þegar vökva sem inniheldur lífsnauðsynleg næringarefni er veitt í bláæð í líkamanum, einkum svo að orku- og prótínþörf sé fullnægt, en einnig þörf fyrir fitu, kolvetni, vítamín og steinefni. Þörf fyrir þessi efni er breytileg eftir sjúklingum og þarf að taka tillit til aðstæðna hvers og eins, meðal annars sjúkdóma sem hann er haldinn. Þetta er ekki gert nema í undantekningartilfellum og reynt eftir megni að láta sjúklinga frekar nærast í gegnum meltingarveginn, jafnvel um slöngu e...
↧