Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Að vera með eitthvað í hrönnum, er eitthvað sem maður hefur notað í daglegu máli. En eru til hrannir og hvað eru hrannir?
Nafnorðið hrönn merkir ‘alda, bára’ (einkum í skáldamáli) en einnig ‘dyngja, aflöng hrúga’ og er það síðari merkingin sem á við orðasambandið í hrönnum í merkingunni „í miklum mæli“. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá síðari hluta 16. aldar í ritinu Ein Ny Hwss Postilla Þad er Gudspiøll og Pistlar Ared vmkring ef...
↧