Orðasambandið Eigðu góðan dag er iðulega notað í kveðjuskyni, til dæmis í verslunum og öðrum þjónustufyrirtækjum. Þetta virðist ekki vera gamalt í málinu – elstu dæmi á timarit.is eru um 30 ára gömul. Næstum jafnlengi hefur verið amast við orðalaginu. Gísli Jónsson sagði til dæmis í þætti sínum um íslenskt mál í Morgunblaðinu 1994: „Nú er því miður ýmislegt notað að bresk-bandarískum hætti í staðinn, eins og smekkleysan „eigðu góðan dag“.“ Fjölda svipaðra athugasemda má finna í ýmsum málfarsþátt...
↧