Þjórsárhraun er plagíóklas-dílótt basalt sem gaus úr 20–30 km langri gossprungu í Veiðivatnasveimi Bárðarbungukerfis fyrir ~8700 árum og rann um 130 km til sjávar milli Þjórsár og Ölfusár.[1][2] Þótt það komi sennilega ekki þessu máli við, þá kristölluðust plagíóklas-dílarnir, sem einkenna hraunið, ekki úr bráðinni sem bar þá, heldur greip bráðin þá með sér einhvers staðar á leið sinni gegnum jarðskorpuna.[3] Þrennt er athygisvert við hraunið: plagíóklas-dílarnir, rúmmálið (25 km3) og lengdin ...
↧