Upprunalega spurningin var:
Hvor er fljótari, Mo Farah eða Usain Bolt?
Stutta svarið er að sprettahlaupari eins og Usain Bolt er mikið fljótari en langhlaupari eins og Mo Farah. En það eru hins vegar ýmsir þættir sem þarf að skoða þegar spurningunni er svarað. Fyrst þarf að skilgreina hvað er vera fljótur. Mo Farah er fljótari en Usain Bolt að hlaupa 5.000 m en því er öfugt farið hlaupi þeir 100 m. Langhlauparar hafa mikið af þolnum vöðvafrumum og geta því haldið hraða í langan tíma og e...
↧