Þó Tindafjallajökull sé sennilega minnst kannaða eldfjall á Íslandi, er það einmitt sú eldstöð sem líklega hefur gosið stærsta sprengigosi sem vitað er um hér á landi. Það voru reyndar ekki jarðfræðiathuganir á landi, heldur rannsóknir á setlögum á hafsbotni suður í Atlantshafi árið 1941 sem gáfu fyrstu vísbendingar um mikið sprengigos á Atlantshafssvæðinu á ísöld. Frekari kannanir sýndu að rekja má mikla öskudreif á hafsbotni allt frá svæðinu fyrir norðan Azoreyjar og til Íslands, og hlaut hún ...
↧