Stutta svarið
Klór-sótthreinsivökvi sem notaður er í sundlaugum og víðar inniheldur veika sýru sem nefnist hypýklórsýra. Hún getur smogið inn fyrir frumuhimnur örvera og fituhimnur hjúpaðra veira og valdið þar skaða á viðkomandi örverum og veirum með ýmsum efnabreytingum. Í því felst eyðingarmáttur klór-sótthreinsunar gagnvart örverum og veirum.
Lengra svar
Klór er notað sem sótthreinsiefni í sundlaugum hérlendis. Um er að ræða efnasamband sem inniheldur klórfrumeindina (atómið), táknuð...
↧