Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hefði gaman af því að heyra um uppruna orðsins kórréttur, að vera kórréttur.
Orðið kórréttur ‘alveg réttur, fullkomlega réttur’ er ekki mjög gamalt í málinu. Elsta heimild sem fram kemur við leit á timarit.is er úr Morgunblaðinu frá 1960 og sú næsta þar á eftir úr Vísi 1963. Frá svipuðum tíma eru fáein dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans, allmörg úr ritum Halldórs Laxness. Orðið komst ekki inn í þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar frá 2002 þótt það haf...
↧