Öll spurningin hljóðaði svona: Getur kínín haft áhrif á sinadrátt, fótaóeirð, hjartsláttaóreglu og sem meðhöndlun malaríusníkla? Hvernig verkar kínín alkalóíðinn í líkamanum og á malaríusníkilinn?
Kínín er plöntubasi (alkalóíð) sem er að finna í berki kínatrésins, Cinchona. Nafnið hefur ekkert með landið Kína að gera en þetta tré og önnur skyld vaxa í Suður-Ameríku. Notkun við malaríu er þekkt í margar aldir en evrópskir læknar fóru að nota lyfið snemma á 19. öld. Fram yfir miðja 20. öld var...
↧