Talið er að Egyptar hafa verið farnir að reikna flatarmál hrings og rúmmál píramída og sívalnings fyrir næstum 4000 árum. Til er handrit frá um 1650 f.Kr. sem kallast Rhind-papýrus og er talið endurrit af um 200 ára eldra handriti. Þar er að finna dæmi um rúmmál sívalnings sem byggist á að flatarmál hrings hafi verið áætlað. Fleiri handrit eru til með stærðfræðidæmum, til dæmis Moskvu-papýrusinn sem er talinn eldri en Rhind-papýrusinn. Hann er varðveittur í Moskvu en Rhind-papýrusinn í London. ...
↧