Hugtakið útlönd vísar til allra annarra landa en ‚heimalands‘ þess sem talar eða skrifar. Einfalda svarið við spurningunni er þess vegna: Ef spyrjandi er staddur á Balí á leið til Taílands, þá er hann að fara úr einu útlandi í annað útland.
Eintölumyndin útland er hins vegar sjaldgæf og þá nær alltaf með ákveðnum greini, til dæmis: ‚ég er í útlandinu‘. Þetta gæti verið ástæða spurningarinnar. Þegar menn eru komnir til útlanda, þá er engin sérstök ástæða að tiltaka nánar að nú fari þeir úr ein...
↧