Líftækni (e. biotechnology) er mjög víðtækt hugtak og ekki létt að skilgreina það í stuttu máli. En skilgreining gæti til dæmis verið þessi: Líftækni er sérhver tækni þar sem líffræðilegum kerfum, lífverum eða hlutum þeirra, er beitt til að framleiða vörur eða breyta vörum eða vinnuferlum til ákveðinna nota.
Líftækni er ekki allskostar ný af nálinni. Egyptar og fleiri þjóðir til forna notuðu gersveppi til að brugga bjór um 6000 árum fyrir upphaf okkar tímatals og ger hefur löngum verið notað ...
↧