Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:793) er flettan salerni og orðið sagt merkja ‘náðhús, klósett’. Hann telur orðið leitt af salur ‘stór stofa ...’ með viðskeytinu -erni. Að öðru leyti telur hann uppruna ekki öruggan og segir:
Af salur (< *sali-z) er forn víxlmynd *salaz-/*saliz- (es/os-st.) og orðið salerni kynni að vera af henni leitt < *salaz-i-īna- eða *salaz-n-ia-, en hvorug myndin kemur vel heim hljóðfræðilega; í fyrra tilvikinu er erfitt að skýra i-e...
↧