Að fá sér einn gráan merkir að ‘fá sér snafs, fá sér neðan í því’. Jón G. Friðjónsson nefnir orðasambandið í bók sinni Mergur málsins (2006:270) en gefur enga skýringu.
Ég tel líklegast að upphaflega hafi verið átt við brennivínsstaup, landa eða vodka, það er gráleitan eða litlausan drykk. Ég hygg að fáir eða engir tækju svona til orða um konjak, rauðvín eða annan drykk í lit.
Líklegast er að upphaflega hafi verið átt við brennivínsstaup, landa eða vodka, það er gráleitan eða litlausan dr...
↧