Íslensk orðabók segir karlmennsku vera „manndómur, hreysti, dugnaður, hugrekki“. Og nógu áhugavert að þetta er kvenkynsorð. En því er ekki auðsvarað hvað átt sé við með hugtakinu karlmennska. Það getur auðvitað verið upptalning á jákvæðum eiginleikum eins og orðabókin gerir. Þá vaknar spurningin hvort karlmennska sé eitthvað sem aðeins karlar geta búið yfir og hvort það verði neikvætt ef sagt er um konu að hún sé karlmannleg. Vitum við þó vel að „hreysti, dugnaður, hugrekki“ eru eiginleikar sem ...
↧