Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvaðan kemur hugtakið “draumur í dós”? Hvaða draumur og úr hvaða dós?
Orðið draumur hefur tvær merkingar. Annars vegar ‘fyrirburður í svefni’ og hins vegar ‘eitthvað ljómandi gott, indælt’. Síðari merkingin virðist tiltölulega ung og hefur líklega borist hingað frá Danmörku. „Kjóllinn er alveg draumur“, „nýi bíllinn er alveg draumur“, „litla barnið er alger draumur“.
Hugsanlega er orðið dós notað í herðandi tilgangi um eitthvað ákaflega gott eða ...
↧