Eitt helsta einkenni spendýra er að ungviðið er alið á mjólk sem drukkin er úr spenum. Nefdýr eru reyndar undantekning þar sem kvendýrin hafa ekki spena heldur er op mjólkurkirtlanna við þykk hár sem ungviðið sýgur. Fjöldi spena er afar mismunandi á milli tegunda en er gjarnan nokkuð nálægt þeim meðalfjölda afkvæma sem búast má við hjá hverri tegund. Sem dæmi þá eru flestir prímatar með tvo spena en gyltur með 18. Þetta er leið náttúrunnar til að reyna að tryggja að öll afkvæmin hafi aðgang að n...
↧