Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Ég hnaut um eitt orð í samheitaorðabók um daginn - en það var orðið ferðasúpa með samheitinu sultarsúpa. Hvað þýðir þetta orð nákvæmlega?
Hvað er ferðasúpa?
Einu dæmin sem ég hef fundið um ferðasúpu og sultarsúpu eru í Riti þess Islendska Lærdóms-Lista Felags sem gefið var út á árunum 1781–1798. Orðin eru í XII. bindi, bls. 167. Þaðan hefur sultarsúpa væntanlega verið tekin með í Íslensk-danska orðabók Sigfúsar Blöndals (1920–1922:819) og merkingin ...
↧