Svonefnt aukefnaóþol fyrir íblöndunarefnum í matvælum hefur lengi verið ágreiningsefni meðal lækna. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar var mikið skrifað um óþol fyrir þessum efnum, en þegar tvíblind þolpróf voru gerð fyrir einstökum aukefnum var niðurstaðan sú að innan við 1% af fólki væri með aukefnaóþol. Talan var þó töluvert hærri fyrir astmasjúklinga og þá sem voru með langvinnan ofsakláða. Eðli aukefnaóþols er óþekkt og því er ekki hægt að fullyrða að þolpróf nái að greina alla sem ha...
↧