Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvers vegna íslenska orðið yfir fólk frá Noregi ritað með ð-i, Norðmaður, en ekki Normaður. Hvaðan kemur ð-ið?
Skýringin á Noregur í Íslenskri orðsifjabók eftir Ásgeir Blöndal Magnússon, sem aðgengileg er nú á málið.is hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er þessi:
Noregur, †Nóregr k. sérnafn á vestara landinu á Skandinavíuskaga; < *Norðvegr, sbr. fe. norðweg, mlat. Northwegia, mhþ. Norwege, eiginl. ‘vegur í norðurátt, norðurleið’;
...
↧