Þýski heimspekingurinn, félagsfræðingurinn og menningarrýnirinn Theodor W. Adorno (1903-1969) er einn þeirra lykilhöfunda sem kenndir eru við Frankfurtar-skólann, en nafnið er tengt Rannsóknarstofnun í félagsvísindum sem var stofnuð við Johann Wolfgang Goethe-háskólann í Frankfurt árið 1924. Meðlimir skólans fengust við breitt svið viðfangsefna í rannsóknum sínum og markmiðið var heildstæð greining á gerð og þróun borgaralegs nútímaþjóðfélags, þar sem leitast var við að lýsa flóknu sambandi hu...
↧