Sigurveig H. Sigurðardóttir er dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað þjónustu við eldra fólk, bæði þá þjónustu sem veitt er af opinberum aðilum; heimaþjónustu og heimahjúkrun og þá þjónustu sem fjölskyldan veitir öldruðum aðstandendum sínum. Hún hefur einnig rannsakað samskipti kynslóða, afa og ömmu og barnabarna og hvaða þjónustu eldra fólk veitir öðrum. Sigurveig vinnur nú að rannsóknum á öldrunarfordómum, ójöfnuði meðal aldraðra og aðstæðum eldri innflytjenda.
...
↧