Í heild hljóðaði spurningin svona:Er til eyja sem heitir Nýárseyja? Af því að það er til Jóla- og Páskaeyja.
Nýárseyja er til og raunar fleiri en ein. Á vefsíðunni Wikipedia eru taldar upp nokkrar Nýárseyjur (e. New Year Island). Ein þeirra er í Bass-sundi, mitt á milli Tasmaníu og Ástralíu, rétt við Konungseyju (e. King Island). Eyjan er aðeins um 1 km2 að flatarmáli og er hún öll skilgreind sem náttúruverndarsvæði. Aðgangur að eyjunni er takmarkaður og þar hefur enginn varanlega búsetu. Á ...
↧