Kristín Ingólfsdóttir er fyrrverandi rektor Háskóla Íslands og prófessor við Lyfjafræðideild. Hún stundaði nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands og við King's College, University of London, þaðan sem hún lauk doktorsprófi. Rannsóknir hennar hafa einkum snúist um efnafræði og lífvirkni efna sem finnast í íslenskri náttúru. Annars vegar hafa þær beinst að efnum úr fléttum, mosum, skógarplöntum og sjávarlífverum sem gætu haft þýðingu sem lyfjasprotar. Hins vegar hefur Kristín rannsakað eiturefni sem...
↧