Guðbjörg Linda Rafnsdóttir er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og aðstoðarrektor vísinda. Hún hefur um árabil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan og utan Háskólans. Rannsóknir hennar spanna vítt svið innan félagsfræði atvinnulífs og kynja. Guðbjörg Linda hefur tekið þátt í fjölda íslenskra og alþjóðlegra rannsóknaverkefna og er samstarfsaðili Center for Research on Gender in STEMM við Kaliforníuháskólann UCSD.
Fyrstu rannsóknir Guðbjargar Lindu fjölluðu um íslenska verkalýðshrey...
↧