Margir lesendur Vísindavefsins hafa spurt um kviðvöðvann, sem oft er vísað til með ensku orðunum „six pack“ en kallast á íslensku kviðbeinn. Hér er öllum þessum spurningum svarað lið fyrir lið.
Félagi minn er ekki með six pack, hann er með eight pack. Er það eðlilegt?
Já, það er eðlilegt. Enska orðið „six pack“ er notað yfir formið á einum þekktasta kviðvöðvanum sem heitir kviðbeinn á íslensku (lat. rectus abdominis, e. straight muscle of abdomen). Vöðvinn liggur grunnt og myndar framvegg ...
↧