Mikið hefur borið á á ýmiss konar heimsendaspám sem allar eiga það sameiginlegt að spá fyrir um endalok heimsins árið 2012. Nákvæmlega hvernig heimurinn mun farast og af hvaða ástæðum fer svo nokkuð eftir spánni hverju sinni. Í sumum spám kemur fram að heimsendir verði vegna kjarnorkustríðs; í öðrum er því spáð að segulpólarnir muni skipta um stöðu, segulsviðið hverfi og við verðum geislun að bráð; enn aðrar halda því fram að risapláneta muni fara um sólkerfið og eyða öllu lífi; og að lokum segj...
↧