Allt það sem við sturtum niður í klósettið fer út í neðanjarðarlögn sem er hluti af fráveitukerfi samfélagsins. Notað vatn flyst síðan eftir neðanjarðarlögninni til næsta viðtaka, sem er yfirleitt sjór eða á. Meginhlutverk fráveitukerfis er að koma í veg fyrir að fólk komist í snertingu við sjúkdómsvaldandi örverur í saur.
Áður en ákveðið var að reisa fyrstu fráveituna í Reykjavík 1911 losaði fólk koppa og notað vatn í ræsi og skurði ofanjarðar. Lækurinn, sem Lækjargata í miðbæ Reykjavíkur e...
↧