Öll spurningin hljóðaði svona:
Hvaðan er orðið eyjaskeggi komið? Og hvað merkir "skeggi" þarna?
Eiginnafnið Skeggi var algengt í fornu máli og eru allnokkur dæmi um það í Íslendingasögum, Landnámu og Sturlungu. Í fornmálsorðabók Johans Fritzners (1896:299) er skeggi sagt merkja ‘maður’. Einnig var Skeggi notað sem viðurnefndi, til dæmis Skegg-Þórir í Egils sögu og Skegg-Bjálfi í Gísla sögu. Fritzner hefur einnig samsetningarnar eyjarskeggi, Götuskeggi og Mostrarskeggi. Í Færeyinga sögu st...
↧